| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Brautarholtstúnið grænkar og grær

Bls.222
Flokkur:Svarvísur


Tildrög

Vorið 1939 byrjaði eindæma snemma í Brautarholti á Kjalarnesi en þar bjó þá Ólafur Bjarnason miklu myndar búi. Hóf hann þar slátt fyrstur manna og lá það ekki í þagnargildi. Varð það tilefni þessarar vísu Bjarna og síðar svarvísu Kolbeins úr Kollafirði: Ólafi má það ekki lá.

Skýringar

Vísur þessar urðu allmargar og blönduðu ýmsir sér í þann leik. Voru þær vísur jafnan nefndar „sláttuvísur“.
Brautarholtstúnið grænkar og grær
grösin þar leggjast á svig.
Ólafur slær og Ólafur slær.
Ólafur slær um sig.

(Sjá: Ólafi má það ekki lá)