Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Enginn finna okkur má

Höfundur:Höfundur ókunnur
Flokkur:Draumvísur


Tildrög

Eftir að Reynistaðarbræður urðu úti á Kili þótti Björgu Halldórsdóttur, systur þeirra þessi vísa kveðin fyrir sér í svefni og mundi hún hana þá hún vaknaði.

Skýringar

Gísli Konráðsson tekur fram að aðrir kunni seinnipart vísunnar svo: dagana þrjá yfir dauðum ná / dapur sat hann Bjarni. – Og í munnmælum fram á þennan dag hefur vísan lifað í þessari gerð: Enginn finna okkur má / undir fannahjarni. / Dægur þrjú yfir dauðum ná / dapur sat hann Bjarni. (Kristján Eiríksson frá Fagranesi á Reykjaströnd, f. 1945)
Enginn finna okkur má
undir fannarhjarni;
dapur yfir dauðum ná
dægur lifði Bjarni.