| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Sölvi Helgason málverk myndar

Höfundur:Sölvi Helgason


Um heimild

Sigurður Sigurðarson dýralæknir (f. 2. október 1939 á Sigurðarstöðum í Bárðardal) skráði vísuna eftir Alberti Guðmannssyni frá Snæringsstöðum í Svínadal, líklega um 1970. Albert sagði vísuna hafa fundist á bréfi milli þils og veggja þegar gamla baðstofan á Snæringsstöðum var endurbyggð og sagði að þá hefði rifjast upp fyrir fólkinu á bænum að Sölvi hefði eitt sinn komið þar í heimsókn og einhverjir könnuðust við vísuna. Var talið líklegt að hún væri eftir Sölva sjálfan.


Tildrög

Skýringar

Sölvi Helgason málverk myndar
meistaralegri búinn snilld.
Heimspekinnar af lækjum lindar
löngum teygar að sinni vild.
Er því vísdómur ærumanns
ofvaxinn sonum þessa lands.