| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Hvíla gjörði hlaðsól

Höfundur:Höfundur ókunnur
Bls.76 og 154–155
Flokkur:Spássíuvísur


Um heimild

Vísan er skrifuð á neðri spássíu í Krossnesbók (Stockh. perg. 22 4to) á blaði 72v. Í Krossnesbók eru rímur og kvæði, til dæmis Skáld-Helgarímur, Rímur af Ásmundi og Agli einhenta (Eglur), Bjarkarímur og Allra kappa kvæði. Einnig eru í handritinu nokkrar ástavísur. Bókin er frá síðari hluta 16. aldar, skrifuð fyrir Jón Hákonarson bónda á Krossnesi í Trékyllisvík. Sýnist Jón sjálfur eiga margar spássíuvísur í bókinni.


Tildrög

Til eru seinni tíma þjóðsögur um tilurð vísunnar eða afbrigða hennar sem leggja hana í munn vinnumanni bónda nokkurs. Bóndi hafði lofað vinnumanni að selja eða gefa honum feld gæti hann kveðið vísu sem væri gerð með þeirri hind að bóndi áttaði sig ekki á að hún væri vísa fyrr en hún væri fullbúin. Er hvert vísuorð svar við spurningu bónda um sjálfsagða hluti. (Sjá nánar Jón Samsonarson: „Hvíla gjörði hlaðsól“, spássíuvísa í rímnabók. Landsbókasafn Íslands: árbók, 29, 1972, bls. 126–135; Jón Samsonarson: Alþýðukveðskapur. Ljóðmál: fornir þjóðlífsþættir. Safn ritgerða gefið út í tilefni sjötugsafmælis höfundar 24. janúar 2001. (Rit Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi, 55) Reykjavík 2002, bls.157– 161.

Skýringar

Telja má líklegt að vísan sé nokkru eldri en Krossnesbók.
Hvíla gjörði hlaðsól,
hvatur er eg að skera mat,
nauð er í að baka brauð,
byljum lystir í sundhyl,
fögur er hún Fljótshlíð,
fjöllin eru drifin mjöll,
sunnan fara sumir menn,
seldu aftur mér feld.