| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Fjórir klárar fimm kýr

Bls.bls. 53 og 50


Tildrög

Björn telur í þessari vísu hvað lifði af búfénaði hans eftir jarðbannsveturinn 1625 en um þann vetur orti Björn alllangt kvæði (17 erindi) og er viðlagið þar: Margur harður veturinn var / sem veikti landsins gæði / þó hefur verið þessi í mesta æði.

Skýringar

Í AM 155 8vo er skrifuð þessi vísa aftan við kvæði Björns um svellaveturinn 1625 með eftirfarandi skýringu á undan: „Hér læt eg fylgja hvað hann sá víkingur leifði mér eptir“.
Fjórir klárar, fimm kýr,
færar ærnar tólf tvær
hjara gera hjá mér,
hýrum skýrist eign rýr;
aurar fóru, valt var,
veran er sem bláber;
næring stýrir heims hár
hér oss lér ef trú sér.