| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Skær þegar sólin skín á pólinn

Bls.411


Tildrög

Það var eitt sinn er Hjálmar var átta ára á Dálksstöðum; þar er hart tún. Jóhann fóstri hans var sláttumaður og vildi venja Hjálmar við að hjakka. Einn morgun var heiðskírt veður og bakaði sólin rótina svo Hjálmar náði af engu strái og stóð allajafna að brýna en Jóhann skóf og skáraði umhverfis hann og fékk Hjálmar af því skapraun mikla og kvað þá vísu þá er hér er birt. ... Fékk Hjálmar gilda flenging að kvæðislaunum og kvað hann ekki um nokkra tíð þar eftir.

Skýringar

Skær þegar sólin skín á pólinn
skurnar ól um spíkarþjó,
argur fólinn urgar hólinn,
eru hans tólin þeygi sljó.