| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Fæðast gráta reifast ruggast

Bls.892–893
Flokkur:Lífsspeki

Skýringar

Fyrirsögn: Vísa prófasts Péturs á Víðivöllum. Neðan við vísuna er þess getið að hún sé um mannsævina.

Vísan er einnig í Lbs 851 4to, bls. 79–80, en það handrit er eldra, líklega skrifað milli 1820–1830. Þar er hún næst á eftir Hugarfundi Magnúsar Einarssonar á Tjörn en er þar engum eignuð.
Fæðast, gráta, reifast, ruggast,
ræktast, berast, stauta, gá,
leika, tala, hirtast, huggast,
herðast, vaxa, þanka fá,
elska, biðla, giptast greitt,
girnast annað, hata eitt,
eldast, mæðast, andast, jarðast.
Ævi mannleg svo ákvarðast.