Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Svo var röddin drauga dimm


Tildrög

„Kveðið á Hólum. Einhver sagðist hafa heyrt drauga hljóða. Vísunum fjölgaði sem hljóðunum. Þetta er sú fimta og síðasta.“

Skýringar

Vísan er aðeins öðruvísi í Þjóðsögum Jóns Árnasonar eignuð vinnukonu Jóns Arasonar sem hann sendi út í kirkju til að sækja bók sem lá á altarinu. Þegar hún í bakaleiðinni kom út úr kirkjunni „sýndist henni allur kirkjugarðurinn fullur af fólki og heyrði hún þar mikið öskur og ólæti. Hún gaf sig ekki að því, en þá fór nú þó að fara um hana. Samt komst hún inn aftur í bæinn og fékk biskupi bókina. Þá kvað hún vísu þessa: Svo var röddin drauga dimm / að dunaði í fjallaskarði; / heyrt hef eg þá hljóða fimm / í Hólakirkjugarði.“ (Þjóðsögur Jóns Árnasonar I, bls. 292–293). Sjá einnig Corpus poeticum boreale, útg. Guðbr. Vigf. II, 415.
Svo var röddin drauga dimm
sem dunur í fjallaskarði;
nú hef eg heyrt þá hljóða fimm
í Hólakirkjugarði.