Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Þú sem bítur bóndans fé

Flokkur:Ákvæðavísur


Tildrög

Þjóðsagan segir að séra Hallgrími hafi eitt sinn orðið litið út um glugga kirkjunnar í miðri predikun og þá séð hvar dýrbítur var kominn heim undir bæ. Rann honum þá í skap og kvað vísu þessa. Tófan féll þegar dauð til jarðar en sagan segir að Hallgrímur hafi misst skáldgáfuna fyrir að láta bræðina grípa sig í miðri guðsþjónustunni og misnota svo gáfu sína. Liðu nú stundir fram uns hann í einhvern tíma var að hengja upp kjöt í reyk með vinnumanni sínum. Rétti Hallgrímur upp krofin en vinnumaður tók við þeim og   MEIRA ↲

Skýringar

Vísan er til í fleiri gerðum og sama er að segja um tildrög hennar.
Þú sem bítur bóndans fé,
bölvuð í þér augun sé,
stattu eins og stofn af tré,
stirð og dauð á jörðunne.