| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Veðrið er hvurki vont né gott

Bls.127
Flokkur:Veðurvísur


Tildrög

Þessi vísa er trúlega kveðin á Völlum í Svarfaðardal 13. september 1841 eftir því sem segir í Bréfi Jónasar til Brynjólfs Péturssonar 8. október 1841. (Sjá: Ritverk Jónasar Hallgrímssonar II. bindi. Bréf og dagbækur, bls. 111–112).

Skýringar

Fyrirsögn: Molla
Veðrið er hvurki vont né gott,
varla kalt og ekki heitt,
það er hvurki þurrt né vott,
það er svo sem ekki neitt.