| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Rauður minn fer sprett í sprett

Bls.20


Tildrög

„Uppskrift Stefáns Vagnssonar frá Hjaltastöðum í vísnasafni Einars frá Skeljabrekku. – Samkvæmt því  sem Stefán skráir er stakan lögð í munn stúlku nokkurri í sóknum séra Tryggva. Henni leizt vel á pilt í sveitinni, en gat ekki fundið hann jafn oft og hún vildi. Eitt haustið reið hún í Mælifellsrétt, fór svo þaðan vestur í Stafnsrétt. Sögðu gárungar að hún hefði þeytzt á milli réttanna til að geta haft piltinn fyrir augum sér. Stúlkan átti rauðan hest og sat hann í þessum réttarferðum.“
Rauður minn fer sprett í sprett,
sprettinn þola má hann,
því að ég fer rétt úr rétt
rétt til þess að sjá hann.