BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Heill ver þú nú Sk(úli)

Höfundur:Gunnar Pálsson
Bls.bls. 318–319


Tildrög

 

Skýringar

Vísur þessar eru þrjár sanam í handriti Gunnars Sveinssona og er fyrirsögn þeirra: Beinakerling á Sandi: 1747[1]. Er þessi fyrst. Síðan kemur Bjarni heitir / borinn Halldóri og að lokum Vídalín heitir,
/sá er vinr kerlu.
Beinakerling á Sandi: 1747*

Heill ver þú nú Sk(úli)
og tak við hrímkalki
fullum forns mjaðar:
yljar yndis,
og alls gamans
þér hin aldna ann.

ibid(em)

Bjarni heitir
borinn Halldóri,
roskinn og reyndr
í raun margri:
Hann skal velkominn
vinu sinni,
til veiga og til varma,
og viðryndis.

Item

Vídalín heitir,
sá er vinr kerlu,
frískr og ungr
með fjörmagni:
hönum skal eg unna,
og armi verja,
máka eg með öðrum
aldri slíta.

NB dal(in) síðan próf(astr) í Laufási
Þá á norðurleið Kjalveg,
öngvir til baka,

* Stafsetning á tveimur blöðum í handriti GS að mestu færð aftur til nútímastafsetningar.

** hm [og bandstrik yfir „m“].