| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Níu á ég börn og nítján kýr

Bls.64


Tildrög

Eiríki presti Magnússyni á Auðkúlu í Svínadal heyrðist kveðið á glugga yfir sér:

Kemur hregg,
hylur jarðar skegg.
Deyr fjöldi fjár,
fólk annað ár.

Er sagt að veturinn eftir missti hann svo mikið að fimmtíu sauða lifði eftir af sex [svo] hundruð og sex hross eftir af tuttugu og sex. Því kvæði hann svo um haustið:
Níu á ég börn og nítján kýr
nær fimm hundruð sauði,
sex og tuttugu söðladýr
svo er háttað auði.

En sneri henni haustið eftir á þessa leið:

Níu á ég börn og níu kýr
nær fimmtíu sauði,
sex eru eftir söðladýr
svo er komið auði.