| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Myndi ei flestum forlög sýnast hörð

Bls.127


Tildrög

Anna Ásmundsdóttir, föðursystir Jósefs skrásetjara, var lengi til heimilis á Svarfhóli, síðustu æviár sín. Hún var fötluð, fæturnir snúnir inn, átti því erfitt með gang. Hún var fóstra skrásetjara sem svaf hjá henni þar til stuttu áður en hún andaðist. Honum kenndi hún lestur, kver og biblíusögur og þeim af krökkunum sem voru á líku reki. Prjónaskapur var aðalvinna Önnu þegar kennslan er frá talin. Hún prjónaði með sínum fimm handprjónum næstum til allt sem heimilið þurfti af prjónafötum og það var ekkert smáræði. Fyrir utan alla sokka   MEIRA ↲
Myndi ei flestum forlög sýnast hörð
fæti ei stíga heilum hér á jörð
frá vöggu að gröf, svo köld þín voru kjör
en kvörtun heyrðist ei frá þinni vör.