| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Siginn er máni

Höfundur:Saffó (Sappho)
Bls.17
Flokkur:Ástavísur

Skýringar

Þessi þýðing Gísla er elsta þýðing vísunnar og er hún undir fornyrðislagi. Vísan er einnig til í þýðingum Helga Hálfdanarsonar og Kristjáns Árnasonar og halda þeir báðir hætti frumvísunnar. (Sjá á Braga: Sjöstjarnan horfin, og hniginn).
Siginn er máni,
sjöstjörnur horfnar,
mið er nótt
milda vekur
blessuð blíðustund
í brjósti mér
löngun lífshlýja –
leiðist nú
konu kvennlyndri
á köldum beð,
ungri, ástríkri,
einni þreyja.