| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Á sjávarbotni sitja tveir

Bls.35
Flokkur:Samstæður


Tildrög

Vísur þessar orti Konráð haustið 1833 þegar von var á Jóni Sigurðssyni og Skafta Tímótheussyni með skipi frá Íslandi til Kaupmannahafnar. Voru landar í Höfn farnir að óttast um þá þar sem þá velkti svo lengi í hafi.
Á sjávarbotni sitja tveir
seggir í andarslitrum,
aldrei komast aftur þeir
upp úr hrognakytrum.

Sjávarbylgjur belja oft,
bragnar undan hljóða,
aldrei sjá þeir efra loft
ellegar ljósið góða.