Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Hvað vill karl með kossaflens í kvennataki

Flokkur:Samkveðlingar


Tildrög

Jón Ólafsson úr Grunnavík segir svo frá tildrögum vísu þessarar:

„Þá herra steinn var kirkjuprestur í Skálholti [1692] sá lögmaður, sem þá var skólameistari, hann var að kyssa einhverja stúlku og spjalla við; lögmaður kvað:

Hvað vill karl með kossaflens í kvennataki
afgamall og impotens fyrir elli sakir?

          Hinn gegndi:

So kann falla, selja mens ef snýr á bakið
ei sé kallinn impotens fyrir elli sakir.
Hvað vill karl með kossaflens í kvennataki
afgamall og impotens fyrir elli sakir?

So kann falla, selja mens ef snýr á bakið
ei sé kallinn impotens fyrir elli sakir.