Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Vísa um báta sem gerðir voru út frá Hornafirði

Skýringar

Vísan er samhljóða í örlítilli frásögn í Múlaþingi, 3. hefti 1968, bls 14, eftir Valgeir Vilhjálmsson kennara á Djúpavogi. Þar segir um bátana: „Bátarnir voru frá þessum stöðum: Friðþjófur, Fram, Freyja, Svanur, Bergþóra, Mávurinn og Heim, allir frá Eskifirði, Skiptingur, Skúli, Sleipnir og Hafalda frá Norðfirði, Baldur og Þorskurinn, sem var mjög hæggengur og varla sjófær, frá Hornafirði og Gandur(inn) frá Mjóafirði.“ Arnþór Gunnarsson tekur þessa frásögn að mestu upp í Sögu Hafnar í Hornafirði. Fyrra bindi, bls. 242.

Heim fórst 30. nóvember 1923 með fjórum mönnum. Gandurinn fórst 1943 og var talinn hafa lent á tundurdufli. (Sögn Hilmars Bjarnasonar).
Vísa um báta sem gerðir voru út frá Hornafirði 1919


Friðþjófur, Fram og Kraki,
Freyjan og Svanurinn,
Bergþóra, Baldur, Haki,
bráðfljótur Þorskurinn.
Skiptingur elur skelli,
Skúli og Mávurinn.
Heim, Sleipnir, Hlés um velli,
Hafaldan, Gandurinn.