| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Mér er sama hvert ég keyri

Höfundur:Egill Jónasson


Tildrög

Egill hafði verið til lækninga á Akureyri, þá orðinn aldraður. Var nýsloppinn út af FSA þegar honum bauðst far með kunningjafólki sínu til Húsavíkur og vildi ekki sleppa ferðinni. Vinir hans á Akureyri vildu þó letja hann ferðarinnar, enda veðurútlit ótryggt. Agli varð hinsvegar ekki þokað og kvað vísu þessa.
Mér er sama hvert ég keyri
í hvaða veðradyn
leiðin burt frá Akureyri
er alltaf betri en hin.