Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Einhver setur matarmet

Höfundur:Egill Jónasson


Tildrög

Á elliheimilinu á Húsavík hafði verið boðið upp á saltket og baunir og borðuðu margir vel. Á eftir sat vistfólk, sem fótavist hafði, í matsal, drakk kaffi og spjallaði. Tók þá að berast iðralykt um salinn og fussuðu konur og sveiuðu yfir þessum karlaskröttum, sem aldrei kynnu sér magamál og væru svo fretandi af ofáti. Þá setti Egill þetta saman.
Einhver setur matarmet
má þess geta í ljóði.
Búið að eta baunir og ket,
byrjað að freta í hljóði.