Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Ég get ekki lesið ég get ekki skrifað

Höfundur:Egill Jónasson


Tildrög

Egill var kominn á elliheimili á Húsavík og kunningi hans kom til hans og spurði hann hvernig hann hefði það. Það lá illa á Agli og sama var upp á hverju kunninginn fitjaði, Egill dæmdi það allt út af borðinu. Aðspurður kvaðst hann ekki geta skrifað neitt fyrir handadofa, ekki lesið vegna sjóndepru og hefði ekki einu sinni döngun í sér til að horfa á eftir gangastúlkunum, því hann væri heillum horfinn á því sviði. Sagðist geta orðað ástand sitt með þeim hætti, sem lýst er í vísunni.
Ég get ekki lesið, ég get ekki skrifað.
Ég get ekki munað hvað þótti mér best.
Ég get ekki dáið, ég get ekki lifað
ég get ekki skitið og það er nú verst.