| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Kona ein á Húsavík, var í heimsókn hjá þeim hjónum, Agli og konu hans eitt vetrarkvöld. Dvaldist þeim konunum við skraf langt fram eftir kvöldi. Þegar þær höfðu lokið sér af, var komið hvassviðri og hlákuþeyr af suðri og þar eð svellað var yfir allt, var gangfæri slæmt. Fékk kona Egils hann til að fylgja vinkonu sinni heim. Fylgdin tókst vel, en á heimleiðinni datt Egill og flumbraði sig. Heim kominn gaf hann konu sinni þessa skýringu.

Skýringar

Að ég fljóði fylgdi á veg
flumbran gaf til kynna.
Það hafa meiri menn en ég
misst þar fóta sinna.