| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Höfundur litast um á æskustöðvum sínum. Flest er þar breytt, jafnvel fjallið hefur breyst af skriðuföllum, aðeins niðurinn í ánum er hinn sami. Þessa ferskeytlu kveður höfundur, staddur á æskustöðvunum í Norðurárdal í Skagafirði.
Bærinn horfinn. Byggt á ný.
Breyttur er svipur fjallsins.
Samt er gamall ómur í
ám og lækjum dalsins.