| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Eru þornuð öll mín tár

Bls.28
Flokkur:Draumvísur


Tildrög

Í Þjóðtrú og þjóðsagnir, sem Oddur Björnsson skráði og kom út 1908, er þess getið að 
síra Hallgrím Thorlacíus, sem þá var prestur í Glaumbæ,  hafi dreymdi um sama leyti og Baldvin skáldi Jónsson andaðist,  kæmi til sín og kvæði vísu þessa. Hallgrímur hafði þá ekki enn frétt lát hans. Sagan er höfð eftir Jónasi Tómassyni frá Syðri Hofdölum í Skagafirði árið 1906.
Eru þornuð öll mín tár,
engar raunir þvinga.
Nú er Baldvin bleikur nár
Bragi Skagfirðinga.