| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Páll Ólafsson skáld og séra Björn Þorláksson á Dvergasteini voru litlir vinir og áttu oft í málaþrasi. Ekki er mér kunnugt um hvaða mál það var sem lauk með svardaga prestsins en þessi fráhenda er ein af mörgum kviðlingum sem Páll orti um séra Björn.

Skýringar

Betur fór hann Bósi sór,
brúkaði stóra vitið.
Gerir minnst ef málið vinnst,
þó mannorðið sé skitið.