| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Flokkur:Hestavísur


Tildrög

Hestavísur - Brúnskjóni
Sörlaljónið muna má
mitt er lyndi hressti.
Er Brúnskjóni fallinn frá
fíllinn reiðar besti.

Velskapaður skepnan traust
skal oss vera í minni.
Fold sporaði hann í haust
hinst á ævi sinnio.

Þessi mönnum þénti vel
þrátt að viti framur.
Fýrugt tönnum muldi mél
mikið farartamur.

Reiðar fúsast kveikti kóf
keðju stirða glennti.
Svörð Fjörgynar hrauð með hóf
hvergi bíða nennti.

Hrauflaði stræti hófaról
hans af ferð öflugu.
Liprum fæti gnúði grjót.
Gneistar undan flugu.

Fannir rauf með geysi geð
gaddur spratt með hönum.
Loftið klauf af megni með
munni og reiðar tönnum.

Heppinn ætíð mátti mjög
metinn söðlaglaður.
Krýndum fæti laust hann lög
líka á sundi hraður.

Hvar um grundu falla flóð
fákur hentugasti.
Stæltur undir stöðugt stóð
str5angs í iðukasti.

Aldrei var á sterkum stans
straumar fall sér hruðu.
Brjóstum hvar á hörðum hans
hvítfossandi suðu.

Svo var snillin viss og ör
yfir holt og mýri.
Mátti ei villast móðugt fjör
miklu á beisladýri

Fékk ei vænna viðnám þó
vondur dampa neytir.
Kenna mætti jafnan jó
jólnis brúna þveitir.

Lyndið þrungið léttfetans
lúði krakasjóli.
Erfið sungið hljómi hans
hríms á klakafróni.