| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Eintal ógiftrar stúlku við sjálfan sig.
Hví skal vera hugur hljóður.
Hver veit hvað á eftir fer?
Máttugur er Guð minn góður
að gera hefðarkonu úr mér.
Þótt ýmsir segi ég aldrei giftist.
Umkomulaus svo hátt ei lyftist.

Nei, hér asnar mæla mega
mér lá við að segja skrattann hvað
sem þeir vilja. Einhver eiga
eins mig girnist fyrir það.
Þótt Jón og Gunna slaðri og slefi
og sleiki kjaftrinn upp að nefi.

Það er ekki mikið að marka
þótt margir segi að ég sé ljót.
og gefin fyrir að slóra og slarka
en sletti hvergi á mig bót.
Mér lá við í laumi að svara
fyrir lýgina þeir skyldu fara...

Öllum lýst þó á mig hinum
sem annars hafa nokkurn smekk.
Hjá kútasmið og kaupmanninum
karaktéra ég bestu fékk.
Þeir dáðust að því mitti mjóa.
Mjúku skinni á kinn og lófa.