| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Guðlaug Guðnadóttir frá Sólvangi var stödd á Siglufirði að hausti til. Siglufjarðarskarð var lokað vegna snjóa eins og oft bar við. Hún hafði þó hugsað sér að fara heim með bíl og spurði eftir hvort ekki yrði mokað Skarðið en var sagt að það væri vafasamt. Þá gerði hún þessa ferskeytlu.

Skýringar

Ef ég spyr er ekkert svar
hvort eigi að ryðja veginn.
Halli hér og halli þar
og halli báðum megin.