| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Dýr er kindakroppurinn

Bls.Útvarpstíðindi X / 408
Dýr er kindakroppurinn
um kreppu bændur nauða.
Fegurst syngur svanurinn
sífellt undir dauða.

Framleiðslan að sér aurum safnar.
Arðinn má telja hollan.
Eru að verðgildi orðnar jafnar
afsláttarmerin og rollan.

Burt er auðnum öllum fleygt.
Ægir öllum flóðið.
Nú er orðið nokkuð veikt
nýsköpunarhljóðið.

Gasprað er um gróða og hrun.
Görpum hvergi semur.
Næst á eftir nýsköpun
niðurskurður kemur.

Til að fella fjárstofninn
forsjá vinnur leikinn.
Og hraðvirkari hnífurinn
heldur en mæðiveikin.

Þrengist leið til lands og sjós
liggur margt í sárum.
Feitu kýrnar Faraós
féllu á þremur árum.

Ennþá hefur hækkun skeð.
Hart er við þann kost að una.
Hvort er Eysteinn annars með
áburðinn á verðbólguna?

Kulda artað óveðrið
yl úr hjarta nemur.
Síst má kvarta ef sólskinið
seinni partinn kemur.