| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Þessa nýhendu gerði Einar á Reykjarhóli skömmu fyrir dauða sinn. Vísuna orti hann við grádröfnóttan áburðarhest sem hann átti og fannst þá venju fremur þungbúinn. Það gekk eftir að líkkista Einars var flutt til grafar á Víðimýri á þessum sama hesti.

Skýringar

Dröfnóttur með sorgarsvip
sjálfur þó ei taumum stýri.
Þessum ríð ég gráa grip
til grafarinnar á Víðimýri.