| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Einar Brynjólfsson hringdi eitt sinn til kunningja síns úr sveitasíma þar sem margir bæir voru á sömu línu. Meðal annars spurði hann um eitthvað sem hann kærði sig ekki um að allir vissu og vildi fá svarið í bréfi. Kunninginn ætlaði að svara strax en Einar þaggaði niður í honum með þessu þríhenda stikluviki.

Skýringar

Ekki stóla ég upp á svar
aldrei heldur síminn,
því hringasólir hýrleitar
halda um tólin alls staðar.