| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir flutti einu sinni erindi um endurholdgunarkenninguna. Þar lét hún svo um mælt að hún myndi til sín í fyrri tilveru og hefði hún þá verið stóðhryssa. Út af þessu orti Einar þessa ferskeytlu. Hún hefur einnig verið eignuð Axel R. Magnússyni. Guðlaugur Sigurðsson eignar vísuna Einari H. Kvaran.

Skýringar

Aðalbjörg er ljúf í lund,
lamb í fyrri daga.
Í Skagafirði stutta stund,
stóðmeri í haga.