| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Það var er sól var sigin
að sat og beið ég þín.
Þú kvaðst það víst þú kæmir þá
en komst þó ei til mín.

Ég reikaði til rekkju.
Mér runnu tár af brá.
Í kirkjuná ég kom þann dag
og kirkjugarðinn sá.

Þú hvorki varst í kirkju
né komst að heilsa mér,
því önnur þér var orðin kær
og ég úr huga þér.

Þá gömlu kirkjugötu
ég gekk svo ein og hljóð.
Og tár mín runnu eitt og eitt
þar ofan í gamla slóð.

Þá rauðu vænu vendi
sem voru frá þér gjöf.
Þá tek ég aldrei aftur fram
ég áður hníg í gröf.

Hvort leita menn að liljum
þar laufin vantar yl?
Og hefur nokkur hitt þar ást
sem hún er ekki til?

Ég vildi leita að liljum.
En löngun sú nú deyr.
Svo innilega unni ég þér
að elskað get ei meir.