| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Kom að Möðruvöllum í Hörgárdal þar sem Stefán amtmaður Þórarinsson bjó.Gekk hann á móti henni, þegar honum var sagt að hún væri á leiðinni. ?Sæll vert þú, Stefán minn?, sagði Björg, þegar þau hittust. Amtmaður varð ókvæða við og jós úr skálum reiði sinnar. Björg hlustaði róleg en þegar mestu skammirnar voru um garð gengnar orti hún vísuna. Sljákkaði í amtmanni og leysti hann Björgu út með gjöfum er hún fór.

Skýringar

Þó að gæfan mér sé mót
og mig í saurinn þrykki
get ég ekki heiðrað hót
hofmóðuga gikki.