| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Flokkur:Gátur


Tildrög

Gáta. Út úr henni á að vera hægt að lesa nafn bæjar og bóndans þar. Svar: Kaupangur, Bergsteinn, Kolbeinn.
Í byggðum leit ég bæ einn standa.
Vinnumannsins verkalaun
var hans nafn - og hugarraun.

Bóndinn sem að býli þessu ræður,
tvöfalt heiti bergsins ber,
en búin ekki gátan er.

Föðurnafnið finnst mér vera svona:
Brunninn viðarbútur einn,
bugðulaus er hann sem teinn.