| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Ari Steinsson var sem oftar í kofnafari ásamt fleiri mönnum. Með þeim var unglingur einn sem Ari kallaði jafnan Skriðfinn. Átti hann að hita kaffi en gekk það illa og að lokum dó eldurinn. Ari taldi að hann ætti að fá vísu fyrir að leggja eina höfuðskepnuna að velli. Þetta er ein þeirra vísna.

Skýringar

Og í sverða þungri þrá
það má furðu kalla,
að Finnur Hildar lék svo ljá
að Logi varð að falla.