| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Sr. Sigurður Stefánsson í Vigur hélt þingsetningarræðu 1914 í dómkirkjunni og þakkaði blítt og strítt. En vorið var mjög hart og kvittur var á um að Jóhann Eyjólfsson í Sveinatungu í Norðurárdal hefði misst fé sitt flest úr hor þá um vorið.

Skýringar

Þegar Drottni þakkaði
þjónn hans fyrir harðindi
heyrðist mér í herrans sal
horféð jarma í Norðurárdal.