Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Hneig til viðar himinfrú


Tildrög

Eitt sinn er séra Tryggvi var prestur á Mælifelli fylgdi hann útlendingum sem voru á leið suður fjöll. Voru það Englendingar. Hjörleifur Sigfússon, venjulegast kallaður Marka-Leifi var hestasveinn í ferðinni. – Eitt sinn snemma morguns er séra Tryggvi kom út úr tjaldi sínu og lítur í sólarátt, en sól var þá enn ekki risin, segir hann: „Hún er þá ekki komin á fætur enn blessuð himnafrúin.“ Gellur þá í Leifa: „Ha, heitir hún það sú danska?“ Taldi Leifi að Tryggvi ætti við konu Englendingsins en flestir útlendingar sem hingað komu voru danskir og gekk Leifi út frá því að svo væri og um þessa. – Út af þessu atviki orti Tryggvi vísu þessa þar sem hann tekur og upp orðtæki Leifa tvö í seinnipartinum.

Skýringar

*;heimi er færir; hafði Birna og stundum ;heims er stýrir; og var ekki alveg viss hvor gerðin væri réttari.
Hneig til viðar himinfrú
*heimi er færir lukku.
Drottinn hjálpi drengjum nú!
Dimmt er á símaklukku.