Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.
Nú hefur Gísli lagt sig lágt.
Lífsins bikar sopið.
Himnaríki í hálfa gátt
honum stendur opið.

Eftir lífsins leiki hann
liggur kraftaþrotinn.
Aldrei reykja aftur kann
enda er pípan brotin.

Telst ég bara trosnuð mynd
en tek óspart í nefið.
Allt er farið út í vind
sem áður var mér gefið.

Ráðaþrot mér fylgja fast.
Fárra notið vona.
Bæði hlotið lof og last.
Lengst af flotið svona.

Bráðum stranda fleytan fer.
Finnst það vandaminna
því fyrir handan hafið er
hægara land að vinna.

Haggast skorður hér að mun.
Hægt skal orðum flýka.
Innri forðinn er við hrun.
Ytra borðið líka.

Allt í hvelli fram hjá fer.
Fæ ei velli haldið.
Engar brellur bjarga hér.
Bráðum fellur tjaldið.