| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Hrunnir æða, fannir fjúka,
foldar næðir bleika kinn.
Fjöllin klæðir mjöllin mjúka.
Myrkrið flæðir til mín inn.

Hrannir ólga upp í grunn
yfir bólginn makka.
Víga sólgin æðir unn
undan kólgubakka.

Þegar hrökkva heimsins bönd
hvað sem fólkið skrafar
get ég rétt þér hlýja hönd
hinu megin grafar.