| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Einn að velli ódrengur
íllur féll og bölvaður.
Falskur, brellinn, fláráður.
Fyrir mellur hæfastur.

Allt var hrakið ílla gert
eins og rakið nú skal bert.
Kosta nakið þrátt og þvert.
Þrælatakið herti hvert.

Íll var lundin fólsku fjörg.
Flónsku bundin heimsk og körg.
Þar var fundin missmíð mörg.
Merkti hundinn þverúð örg.