Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Sunnan og austan sendi vind

Heimild:Vísnasafn Sigurðar J. Gíslasonar í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. bls.Sagnaþættir Bólu-Hjálmars Ritsafn V.
Sunnan og austan sendi vind
sjálfur heilagur andi.
Svo strjúki þessi strauma hind
strax frá voru landi.

Fast þig skora orð mín á
opnaðu skýjabelgi.
Að strekkviðrið og straumur blár
stýrisbjörninn svelgi.

Alvaldur af öllum hug
ég þig beiði þessa.
Hafðir þú til þess dáð og dug
þá dugðu nú að hvessa.