| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Sunnan og austan sendi vind

Bls.Sagnaþættir Bólu-Hjálmars Ritsafn V.
1.
Sunnan og austan sendi vind
sjálfur heilagur andi.
Svo strjúki þessi strauma hind
strax frá voru landi.

2.
Fast þig skora orð mín á
opnaðu skýjabelgi.
Að strekkviðrið og straumur blár
stýrisbjörninn svelgi.

3.
Alvaldur af öllum hug
ég þig beiði þessa.
Hafðir þú til þess dáð og dug
þá dugðu nú að hvessa.