Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
Hljótt ´´i runnum hvíslað var.
Heitin brunnu á tungu.
Himins sunna hneig í mar.
Hörpur Unnar sungu.

Blómin smá til himins heim
horfðu á dáinn bjarma.
Út í bláan, bjartan geim
breiddi þráin arma.

Himins boga í bláum dúk
blikaði ljósa fjöldinn.
Hjúpuðu moldu mild og mjúk
mánans silkitjöldin.

Út í heiðin ljós og löng
lofts í víðan bláinn.
Lyftir okkar sál í söng
sem var beggja þráin.