| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Magnús Torfason sýslumaður var að halda ræðu á þingmálafundi. Missti hann þráðinn í miðri ræðu og bað hann Eirík Einarsson frá Hæli að koma sér á rétta leið aftur. Páll Guðmundsson á Hjálmsstöðum var staddur á fundinum og orti hann þessa ferskeytlu.
Bilaði hugans bláþráður,
bara að þessu sinni.
Finndu endann, Eiríkur,
aftur á snældu minni.