| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Guðmundur Gíslason Hagalín neyddist til að læra eitthvað í teikningu svo hann fengi inngöngu í skóla í Reykjavík. Sótti hann því tíma til Ríkharðar Jónssonar myndskera. Nú vildi Guðmundur fremur nota blýanta sína til annars en teiknunar svo áhuginn var af skornum skammti og handlagnin enn minni. Eitt sinn er Ríkharður leit á krot Guðmundar sagði hann að á þessu blaði væru hvorki meira né minna en átján dauðasyndir. Guðmundur tók blaðið aftur og ritaði á það þessar tvær ferskeytlur í snatri og skilaði því aftur en Ríkharður taldi að nú væri blaðið talsvert meira virði. Samstæð vísa er: ?Ríkharðs augum ægir sjá.?

Skýringar

Baðaður er nú blökkum saur
blaðsins flötur hvítur,
því blýanturinn er býsna gaur
og blýið mesti skítur.