Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Feig í hlíðum fölna strá

Höfundur:Ragnar Örn
Flokkur:Hestavísur


Tildrög

Vísan var send í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 1977. Hún og samstæð vísa sem hefst svo: Fjarst á breiðum fjallahring, þóttu af dómnefnd vera afburðagóðar

Skýringar

Sjá nánar á www.skagafjordur.is/skjalasafn - gagnasafn.
Feig í hlíðum fölna strá
fer að hríðarvetur,
þegar líður ævi á
að mér kvíða setur.