Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra


Tildrög

Til stúlku sem hann fékk ekki.
Mér þótt sýnist sorgar skúr
síkka á hverjum degi.
Kærleiks fór enn kolum úr
kulnar samt aldregi.

Vonin sú ef víkur frá
verð ég angur laginn.
Augun mín þar eftir sjá
engan glaðan daginn.