| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Um Guðmund á Þúfnavöllum.
Í viðskiptum var hann fær.
Vildi hjálpa snauðum.
Gekk þó af þeim oftast nær
efnalega dauðum.

Gjarnan vildi Guði í vil
gefa smælingjunum.
Fékk bara aldrei tíma til
að taka af peningunum.

Þegar hann sagði sjálfur frá
sínum kosta grúa
æði margur átti þá
erfitt með að trúa.