| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Einhvern tíma á þeim árum sem kvenfólk var að byrja að klippa af sér flétturnar og fór að ganga með drengjakoll var Friðbjörn á ferðalagi og reið taglskelltri hryssu. Einhver hafði orð á því að ekki væri fararskjótinn taglprúður. þá kvað Friðbjörn þessa ferskeytlu.

Skýringar

Eins og hinar merin mín
meta kunni sollinn.
Hún er orðin heldur fín
hristir drengjakollinn.