| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Úr mansöng
Sorg og tregi mæta mér.
Myrkrið fæst ei rofið.
Draums í ríki uppnnám er.
Ekki get ég sofið.

Síðan vina ég sá af þér.
Sundur skiptast vegir.
Flestir dagar finnast mér
fremur dapurlegir.

Svefni horfinn sit ég því
sviptur gleði dugi.
Eins og svanur sárum í
sem er rændur flugi.

Hvað sem líður stund og stað
stúra fölar kinnar.
Hlustin leitar ávalt að
ómi tungu þinnar.

Þeirrar leitar þörf ei dvín
þó mér létti um brána.
Engin rödd er eins og þín
undir blásal mána.

Aldrei ég í gleymsku get
grafið léttu brána.
Augun hýru hærra met
heldur en sól og mána.